Málþing Geðhjálpar 4. maí í HR - Mannamunur í mannréttindum

Updated: Oct 11, 2018


Núna á fimmtudaginn, 4. mai, verður málþing Geðhjálpar í HR - í stofu V101 á milli kl. 16 og 18. Ég mun stíga á svið kl. 17.15 og vera með 15 mínútna erindi um upplifun mína á því að hafa verið nauðungarvistaður á geðdeild þrisvar sinnum og hvernig meðferðin inni á spítalanum er.


Markmiðið er að fá Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, til þess að endurskoða lögin um nauðungarvistun og breyta þeim. Nauðungarvistun er alltof oft beitt á fólk með geðsjúkdóma án þess að tilefni sé til þess. Það er alls ekkert grín að vera lokaður svona af og vonandi fáum við að sjá breytingar.


Dagsrkáin er hér að neðan, ég hvet alla til þess að mæta. Það er frítt inn.


Opnun Réttindagáttar - Málþing Geðhjálpar og Háskólans í Reykjavík um réttindi fólks með geðröskun.


Háskólinn í Reykjavík, stofa V101, 4. maí 2017.


Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.


Fundarstjóri er Þórdís Ingadóttir, dósent við HR.


16.00-16.15 Mannamunur í mannréttindum

Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar, fjallar um tildrög fundarins og baráttu samtakanna fyrir endurskoðun lögræðislaga.


16.15-16.35 Lögræðislögin


Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, fjallar um gildandi lögræðislög og svarar því hvort ástæða sé til að endurskoða lögin.


16.35-17.15 Lærdómur Réttindagáttarinnar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, mannréttindalögfræðingur og þingmaður, segir frá því hvaða lærdóm hún dró af yfirferð yfir helstu lög og sáttmála um mannréttindi fólks með geðröskun.


17.15-17.30 Mín eigin rússíbanareið

Kristinn Rúnar Kristinsson segir frá reynslu sinni af geðhvörfum, þvingun við nauðungarvistun og meðferð á spítala.


17.30-17.45 Hið ósýnilegavaldaleysi


Brynhildur G. Flóvenz, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, fjallar um „ósýnilegt“ valdaleysi og aðra vankanta í framkvæmd þjónustu við fólk með geðröskun út frá lögræðislögunum.


17.45-18.00 Pallborðsumræður


Hrannar Jónsson, Sigríður Á. Andersen, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Kristinn Rúnar Kristinsson og Brynhildur G. Flóvenz sitja fyrir svörum.


17.55-18.00 Samantekt


Þórdís Ingadóttir tekur saman helstu niðurstöður málþingsins.


KRK