Spá mín um lífið, enska boltann og EuroJackpot

Updated: Oct 10, 2018

Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að henda í spá hvernig ég sé lífið á Íslandi næstu mánuðina og einnig enska boltann þvi hann er að byrja um helgina. Að lokum nefni ég aðeins EuroJackpot.


Veðurfræðingar hafa vægast sagt verið í sultunni undanfarið að reyna að spá fyrir um veðrið og oft á tíðum haft kolrangt fyrir sér, málurum og múrururum aðallega til mikillar gremju.

Ég er ágætlega næmur að eðlisfari og næ stundum að giskarétt á eitthvað sem ég á ekki að vita. Mín veðurspá næstu vikuna (til 17. ágúst) á höfiðborgarsvæðinu er að það verði 7-23 stiga hiti, heiðskýrt og léttskýjað mikið til en smávegis súld inn á milli fyrir gróðurinn. Ég hef ekkert rýnt í veðurkortin en þetta er bara tilfinning út frá því að ég bý í Kópavoginum.

Mér þykir líklegt að það verði eitthvað um jarðskjálfta næstu vikurnar en ekkert alvarlegt. Eldgos munu gjósa og því mikilvægt að fara sér hægt í æsingnum að ná sem bestu myndunum. Setjum öryggið í fyrsta sæti, leyfum fólkinu á þyrlunum að ná bestu myndunum.


Það verður mikill uppgangur í atvinnulífinu okkar, bankarnir taka við sér og við förum að lifa lífinu meira svona eins og Summer of 69. Það lag með Bryan Adams er komið á fóninn hjá mér og ég held svei mér þá að ég fylgi því eftir með Gleðibankanum í útgáfu Daða Freys. Ég er bara í það góðum fíling - tvöfaldur cappuccino og tvöfaldur latte bíður síðan og heit og köld kör, nóg af drykkjarvatni og jafnvel ein ísköld ölkrús eftir á.

Annars bara njótum lífsins til hins ýtrasta. lífið er núna (eins leiðinlegur frasi og hann er). Verum góð hvert við annað og náungann og í guðanna bænum keyrum varlega, þið vitið ekki hvað ég hef eytt mikilli orku í að pirrast út í hana mikinn hluta ævi minnar. Það er allt í lagi að gefa fólki stundum séns og minnka það að standa alltaf þétt á sínu.


Enski boltinn er að byrja um helgina og ætla ég að fullyrða það að mínir menn í Manchester United vinna þrefallt á komandi tímabili líkt og árið 1999 en þeir munu leyfa minni liðum að sigra deildarbikarinn. Tottenham endar í öðru sæti, Manchester City í því þriðja, Chelsea í fjórða, Liverpool í því fimmta og Asenal í sjötta sæti. Í sætum 7- 8 verða síðan West Ham og Everton. Ég er ekki nógu vel að mér í neðri partinum til að geta stillt því upp, ekki ennþá allavega.


Ég hef alltaf haft mikla trú á tölunni 15 og hefur hún verið nr. 1 sem happatalan mín. Ég vil ekki gefa of mikið upp en ég held að hún verði bónustala í EuroJackpot á föstudaginn. Ég er síðan mikið að vinna með að kaupa í sjálfval miða fyrir 1.500 krónur eða 15.000 krónur. Þeir sem eiga nóg af seðlum mega endilega henda 150.000 krónum, 1,5 milljón eða 15 kúlum á 10 raða sjálfval. Ég er frekar viss að talan 15 kemur upp með einum eða öðrum hætti þegar dregið verður á föstudaginn.


KRK