top of page

Verkefnið mitt, Vitundarvakning um geðsjúkdóma, fór af stað þann 15. febrúar 2016. Daginn eftir hélt ég minn fyrsta fyrirlestur um geðhvörf (sem ég greindist með árið 2009), í gamla grunnskólanum mínum, Kópavogsskóla.

Síðan þá hefur þetta undið upp á sig og hef ég farið í alla 10. bekki í Kópavogi nokkrum sinnum síðan ég byrjaði með verkefnið, ásamt því að heimsækja fjölmarga aðra grunnskóla víða um land.

Aðeins 5.4% af þeim krökkum sem ég hef haldið fyrirlestur fyrir hafa vitað hvað geðhvörf eru þegar ég hef spurt þau í upphafi fyrirlestursins. Ég fann því strax hvað verkefnið er brýnt.

Einnig hef ég farið á vinnustaði, háskóla og menntaskóla; mig langar auk þess að halda fleiri fyrirlestra hjá íþróttafélögunum.

Þetta er gríðarlega gefandi og skemmtilegt þó það sé vissulega líka alltaf erfitt að deila sumum af reynslusögunum.

 

Áhugasamir um að bóka fyrirlesturinn „Rússíbanalífið mitt“ hafa samband á netfangið mitt: kristinn@kristinnrunar.com.

bottom of page