Maníuraunir -

Reynslusaga strípalingsins á Austurvelli. Tryggðu þér eintak með því að fylla út formið hér fyrir neðan, ég verð síðan í sambandi. 2.990 kr., frí heimsending um allt land.

Bókin er einnig á Storytel, sem hljóðbók og rafbók: 

https://www.storytel.com/is/is/books/1009280-Maniuraunir-Reynslusaga-stripalingsins-a-Austurvelli

COVER_FINAL.jpg

Takk fyrir. Skilaboðin voru send.

Rússíbanalífið mitt

Vitundarvakning um geðsjúkdóma - Gleði, erfiðleikar og fleira sem lífið hefur upp á að bjóða.

mania_17.jpg

Velkomin á síðuna mína. Ég er 31 árs Kópavogsbúi í húð og hár, lýst sem félagslyndum einfara sem mér finnst frábær lýsing. Þessi síða er aðallega ætluð til þess að berjast fyrir betri aðstöðu fólks með geðsjúkdóma, opna umræðuna, uppræta fordómum og fræða fólk almennt betur. Ég greindist með geðhvörf árið 2009 og hef undanfarin sex ár stigið fram og barist fyrir sjálfan mig og einnig verið með annað fólk í svipaðri stöðu í huga; með því að tala opinskátt um þessi mál. Geðheilbrigðiskerfið okkar er svakalega gallað og þarfnast róttækra breytinga. Ég mun samhliða þessu vera með eitthvað aðeins út fyrir þetta efni á síðunni, enda leiðinlegt að vera of einhæfur.

gomulvel.jpeg
nafnspjöld-bipolar_back_2.jpg