top of page

Eintök af bókinni minni til geðdeilda Landspítalans

Updated: Jul 18, 2019

Ég fór með bókina mína á geðdeildir Landspítalans við Hringbraut í dag. Þær þrjár sem ég hef dvalið á í gegnum tíðina, bráðageðdeildina og tvær opnar deildir. Einnig fengu tíu starfsmenn áritað eintak frá mér fyrir sérstaklega vel unnið störf, eins konar gullmedalíu frá mér.


Ég spjallaði síðan við nokkra starfsmenn fyrir utan og þau voru spennt að lesa en voru örlítið smeyk líka því ég sagði þeim að ég nafngreindi suma læknana. Ég segi allt eins og það er í bókinni og hlífi engum.

Mér fannst margt talsvert öðruvísi þegar ég var inni á geðdeild síðast, sumarið 2017. Ég hafði skrifað pistla um geðheilbrigðiskerfið og deildirnar og ég fann að starfsfólkið passaði sig meira hvað það sagði við mig og sumt mátti èg einfaldlega ekki sjá - þau vissu að mig klæjaði í fingurna að skrifa meira. Í fyrsta sinn var samið við mig um lengd innlagnar í stað þess að nauðungarvista - eitthvað sem var ekki hikað við að gera strax 2009, 2014 og 2015.


Augljóslega eru meiri líkur en minni að ég fari á geðdeild aftur, það verður fróðlegt hvernig það gengur fyrir sig í framtíðinni. Kannski mun ég nota í erfiðum aðstæðum til að komast út úr þeim: ,,Ég skrifa aðra bók um þetta rugl”.

Vona samt að ég noti eitthvað aðeins betra en það þegar á hólminn er komið!


KRK





bottom of page