top of page

Sef ekki án lyfjakokteils

Ég sef ekki nema af vænum lyfjakokteil ... það er eins og ég þurfi að komast í gegnum vegg til þess að sofa, sérstaklega á þessum árstíma.

Ég ætlaði að vera í Asíu núna í júní og júlí, en komst ekki því ég er nýkominn úr gallblöðrutöku.

Fyrsta sumarið síðan 2021 sem ég er á Íslandi yfir sumartímann.

Þetta er alltaf erfitt, útaf svefninum, og áhættutími vegna geðhvarfanna - að fljúga upp. En auðvitað er Ísland alltaf fallegt og gaman að vera með vinum og fjölskyldu.

Það besta hins vegar við Asíu og Mexíkó, þar sem ég hef dvalið mikið, er að þar eru jöfn birtuskilyrði allan ársins hring. Tólf tímar af birtu og tólf tímar af dimmu. Ísland er kreisí á þessum árstíma og það venst aldrei.


Ég vona að þið hafið það sem best, kæru vinir!


KRK


ree

 
 
 

Comments


  • facebook
  • instagram

Reykjavík - Iceland

© 2025 Kristinn Rúnar

bottom of page