top of page

Tvö ár frá síðustu maníu

Updated: Oct 14

Ég fór síðast í maníu í október 2023. Var þá nýkominn úr níu mánaða Asíureisu.

Það var spenningur að koma heim sem breyttist síðan í ójafnvægi stuttu eftir heimkomu.

Þetta er eina vetrarmanían mín, hinar sex hafa allar verið að sumri til.


Þetta var mjög skrítið tímabil, frá október til nóvember 2023.

Um tíma var ég í blönduðu ástandi, sem er mjög hættulegt ástand. Manía og þunglyndi sama daginn, stundum djúpur grátur og hávær hlátrasköll á sama augnablikinu.


Ég hef skrifað um það áður að í byrjun nóvember ætlaði ég að enda mitt líf. En áður að því kom hringdi ég á sjúkrabíl um miðja nótt og kallaði eftir hjálp, sem ég fékk blessunarlega.


Ég lít nokkuð bjartsýnum augum á framtíðina. Jafnvægið er ágætt, almennt séð. Þó ég eigi iðulega í erfiðleikum með svefnrútínu, stundum get ég ekki sofið - og þegar ég síðan rotast, þá sef ég oft lengi.


Djúpa og svarta þunglyndið hefur elst af mér að langmestu leyti, þó það koma auðvitað smávegis dýfur inn á milli, eins og hjá flestu fólki.

Árið 2011 upplifði ég síðast tveggja vikna stanslaust svartnætti, sem hafði einkennt mikið árin frá 2002-2011, þó með björtum köflum inni á milli.

Maníurnar eru minna djúsí líka með aldrinum og hafa verið kraftminni síðan ég gaf út Maníuraunir, árið 2018.

Í dag myndi ég segja að 95-97% tímans sé jafnvægið nokkuð gott.


Ég læt fylgja með mynd frá því á geðdeild, 8. nóvember 2023. Alveg búinn á því á líkama og sál, og ekki mikil von í augum.


Kærar og Laukaðar kveðjur til ykkar, elsku vinir!


KRK


ree

 
 
 

Comments


  • facebook
  • instagram

Reykjavík - Iceland

© 2025 Kristinn Rúnar

bottom of page