top of page

Engar geðsveiflur erlendis

Updated: Apr 15, 2023

Ég vildi deila því með mínu fólki að núna bý ég erlendis og hef gert það frá áramótum. Ég ákvað það síðasta haust, eftir mánaðar heimsókn á Filippseyjum sl. sumar, að vera í Asíu í allavega hálft ár í vetur. Ég býst við því að vera aðeins lengur, 8-9 mánuði, áður en ég bóka flug aftur heim. Ég hef bæði verið núna á Filippseyjum og í Taílandi og fer á frekara flakk um Asíu á næstu mánuðum. Filippseyjar er samt staðurinn sem ég hef kynnst flestum og eytt mestum tíma. Ég á líka kærustu þar sem ég hef verið í fjarsambandi með að mestu síðan 2020.


Ísland er frábært að flestu leyti en það er staðreynd að birtuskilyrðin þar hafa farið mjög illa í mig og margar geðsveiflur hjá mér verið vegna þeirra frá unga aldri. Þunglyndur/þyngri á veturna og oft í maníu á sumrin. Birtuskilyrðin hér úti eru frábær - tólf klukkutímar af birtu, tólf klukkutímar af myrkri og „rock solid“ 30 gráður. Ég hef varið þó nokkrum tíma erlendis í gegnum tíðina og aldrei upplifað neinar geðsveiflur. Ég var m.a. í Mexíkó í hálft ár 2013-2014 og var alveg stabíll allan tímann. Birtan, umferðin, lögreglan og fleira á Íslandi hefur svolítið „fokkað” í hausnum á mér en þegar ég er í útlöndum haga ég mér alltaf vel og er mjög var um mig. Ég er nokkuð viss um að meirihluta ævi minnar, það sem eftir er, muni ég búa í útlöndum.


Ég tók nóg af lyfjum með mér, sem hjálpa við jafnvægið, nokkrar Don’t Stop Me - My Life with Bipolar Disorder bækur, til að gefa fólki, og síðan ætla ég að finna mér gott teymi með geðlækni og fleiri fagmönnum á Filippseyjum - til að vera mér innan handar og mögulega vera sjálfur með fræðslu fyrir fólk. Það væri hrikalega skemmtilegt


Mér líður vel og það er það sem maður hefur verið að vinna í og leitast eftir síðustu ár. Þetta er frekar leiðinleg staða varðandi heimalandið því ég elska auðvitað fólkið mitt og landið. Eins og staðan er núna mun ég bara koma í stuttar heimsóknir þangað í framtíðinni og vera með aðsetur úti í heimi með jafnari birtuskilyrðum. Einnig er ég ævintýragjarn og alltaf sjálfum mér nógur. Félagslyndur einfari, eins og ég lýsi mér iðulega. Góður í hópi, ennþá betri einn.


Hafið það sem allra best, elsku vinir. Takk kærlega fyrir allan stuðninginn í gegnum tíðina!

One Love.

KRK



ree



 
 
 

Comments


  • facebook
  • instagram

Reykjavík - Iceland

© 2025 Kristinn Rúnar

bottom of page