top of page

Hemmi Gunn hefði orðið sjötugur í dag - Best of syrpa til minningar um snilling

Updated: Oct 11, 2018


Hermann Gunnarsson hefði orðið sjötugur í dag, 9. desember. Ég ætla

ekki að skrifa minningarpistil um hann því það er óþarfi á þessum

tímapunkti að mínu mati, flestir vita að mörgu leyti hvernig ferill og

líf hans var.


Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi hans og þá sérstaklega barnanna

hjá Hemma sem hann heimsótti í leikskóla borgarinnar á árunum

1992-1995. Mörg óborganleg atriði á ferð og við Ingi Rúnar bróðir

minn tókum okkur til og klipptum saman brot af því besta úr

mörgum af myndböndunum sem birt hafa verið á YouTube, um

tveggja tíma efni og úr varð tæplega sex mínútna best of syrpa sem

okkur þótti bera af.


Ég er nokkuð viss um að þetta tókst vel til hjá okkur enda vönduðum

við okkur, vonandi vekur þetta kátínu.


https://www.youtube.com/watch?v=mxyrbzl2zy4


KRK




 
 
 

Comments


Commenting on this post isn't available anymore. Contact the site owner for more info.
  • facebook
  • instagram

Reykjavík - Iceland

© 2025 Kristinn Rúnar

bottom of page