top of page

Jákvæðari lýsingarorð um þá sem glíma við andlega erfiðleika

Updated: Oct 11, 2018


Þar sem ég er að berjast fyrir vitundarvakningu í landinu um geðsjúkdóma og reyna að útrýma fordómum þá langar mig að fjalla um hvernig talað er um þann sem veikur er. 5% af þeim krökkum í tíunda bekk sem ég hélt fyrirlestra fyrir í vor vissu hvað geðhvörf eru og ég sé oft athugasemdir á Netinu sem innihalda miklar ranghugmyndir fólks um geðdeildir. Dæmi: „Það þarf að binda þennan mann niður á geðdeild, ekki seinna en strax!Fólk heldur í alvörunni að þessu sé ennþá svona háttað.


Það sem mér finnst leiðinlegast við þetta er að sumt fólk og blaðamenn - sem eiga að vera í fagmenn í sínu starfi, eru að nota orðið „geðfatlaður“ um þá sem eru andlega veikir. Að alhæfa það um alla sem eru með geðsjúkdóm (hvort sem það er kvíði, þunglyndi, geðhvörf, geðklofi...) er fáránlegt. Það var blaðamaður á Vísi sem var að fjalla um fótboltaliðið FC Sækó hér á landi fyrir nokkrum dögum sem eru að spila sér til heilsueflingar. Hann skrifaði að liðsmennirnir væru geðfatlaðir. Ég sendi blaðamanninum bréf og spurði hann hvernig í ósököpunum ætti að breyta því hvernig er hugsað til fólks með geðsjúkdóma ef þeir eru að nota svona neikvæð orð um þá sem eru ekkert endilega mjög veikir. Blaðamanninum þótti þetta leiðinlegt og tjáði mér að hann vissi ekki hvernig hann ætti að snúa sér í þessum efnum og breytti orðinu „geðfatlaðirí „geðsjúkir“, sem er örlítið skárra. Það merkilega við þetta er að viðmælandinn í viðtalinu notaði orðið „geðfatlaðir“ ekki í eitt skipti enda veit hann betur, hann sagði mér þetta sjálfur. Hins vegar splæsti blaðamaðurinn í það orð fjórum sinnum.


Ég get samþykkt að aðili sem er mjög illa haldin af geðsjúkdómi/geðsjúkdómum og geti með engu móti séð um sig sjálfur sé geðfatlaður, en að ætla að nota þetta sem almennt orð yfir alla sem eru að einhverju leyti andlega veikir, get ég ekki sætt mig við. Eins og góðvinur minn, Ævar „El Águila“, sagði við mig þegar við vorum að ræða þessi mál þá þarf að verða breyting þannig að þetta sé svipað eins og að vera sköllóttur - menn eru bara svona, ekkert niðrandi á bak við það. Það verður erfitt að koma með nýtt orð sem er jákvæðara en hin, og festa það í umræðunni, en ég ætla að gera mitt besta að koma með lýsingarorð sem er ekki niðrandi. Orð eins og geðvirkur, geðríkur, geðháll eða eitthvað slíkt. Það er fast í fólki að nota orðin: Geðveikur, geðfatlaður, geðsjúkur eða að einstaklingar séu með hina og þessa kvilla eða röskun. Það er ekkert sérstaklega skemmtilegt að heyra setningu á borð við: „Já, hann þjáist náttúrulega af geðfötlun.Það er ekki mjög uppbyggjandi og oft á tíðum bara rangt að segja svoleiðis um fólk sem er kannski með geðsjúkdóm en er búið að vera í jafnvægi í mörg ár. Þetta er ekkert endilega gríðarleg þjáning þó þetta sé auðvitað erfitt á köflum. Ég sjálfur er búinn að sveiflast upp og niður alveg slatta síðan ég var 13 ára gamall en 85% tímans er ég í góðum málum og lifi algjörlega sjálfstæðu lífi. Mjög hæpið því að segja að ég „þjáist af geðfötlun.


KRK






bottom of page