top of page

LEÓ Bókaútgáfa

Updated: Jul 17, 2020

Undir lok síðasta árs, 2019, var ég spurður að því hvort ég vildi taka það að mér að verða ritstjóri hjá glænýju og spennandi fyrirtæki sem heitir LEÓ Bókaútgáfa. Ég var strax tilbúinn í það verkefni enda lít ég á það sem mikinn heiður að til mín var leitað. Ólíver Þorsteinsson, 23 ára drengur úr Kópavoginum, er eigandi og útgáfustjóri fyrirtækisins.


Fyrsta bók LEÓ kom út núna í lok apríl, hún ber heitið Í Hjarta Mínu. Nokkrar aðrar bækur eru langt komnar og verða þetta m.a. spennusögur, glæpasögur, barnabækur, skáldsögur og margt fleira. Ég mun síðan einnig mögulega skrifa ásamt því að ritstýra, það á eftir að koma betur í ljós.


Í Hjarta Mínu - ég fór þrisvar sinnum yfir hana, og það var alltaf jafn skemmtilegt en jafnframt lærdómsríkt og krefjandi ferli fyrir mig, að ritstýra minni fyrstu bók - hún mun því alltaf eiga sérstakan stað hjá mér. Ég og Ólíver, höfundur bókarinnar, spáðum í mjög mörgum atriðum saman og erum hæstánægðir með útkomuna.

Bókin er virkilega áhrifarík og á stundum átakanleg frásögn höfundar, um það hvernig hann sá framtíð sína fyrir sér og hvaða áform hann hafði gert með sjálfum sér, og tilkynnt fjölskyldu sinni. Á sama tíma er hún skemmtileg, fyndin á köflum og mjög vel skrifuð - sem fer með mann allan tilfinningarússíbanann. Ólíver er rosalega hæfileikaríkur og flinkur höfundur sem kann að skrifa alls kyns sögur og handrit. Hann er bara rétt að byrja, því get ég lofað.


Ég mæli hiklaust með því fyrir alla sem hafa gaman af góðum bókum, að tryggja sér eintak í netsölu á leobokautgafa.is.


KRK



 
 
 

コメント


  • facebook
  • instagram

Reykjavík - Iceland

© 2025 Kristinn Rúnar

bottom of page