top of page

Tíminn líður sem betur fer

Updated: Nov 24, 2021

Ég sá fermingarmyndina af mér í gær, 13.4.2003, og fór síðan mikið að hugsa um hana og hvernig mér leið andlega á þessum tíma. Unglingsárin voru rosalega svört sökum þunglyndis, þar sem ég missti t.d. af 1/3 af öllum 10. bekk og einnig af samræmdu prófunum. Það var gríðarleg skömm af minni hálfu og mikill feluleikur með það sem ég var að ganga í gegnum, þrátt fyrir að allir vissu að ég var að díla við eitthvað mjög alvarlegt sökum langrar fjarveru mjög reglulega úr bæði skóla og íþróttum.


Þessi ferskeytla, sem brýtur sennilega einhverjar reglur, er tileinkuð mínum allra erfiðustu árum á lífsleiðinni, frá 2002-2005. Tíma þar sem færustu sérfræðingar í geðlækningum og sálfræði hér á landi gátu lítið annað en klórað sér í hausnum yfir því hvernig þetta ungur drengur gæti upplifað svona djúpt þunglyndi, svona oft og með svo stuttu millibili.


„Tíminn líður sem betur fer, ekkert merkilegt bíður hér.

Lífið skjótt á enda er,

engan þrótt ég finn í mér.“


KRK





bottom of page