top of page

Verðmunurinn á milli Filippseyja og Íslands

Updated: Sep 8, 2023

Mesti verðmunur sem ég hef séð á milli Íslands og Filippseyja, allt reiknað í krónum:


Klipping 190 kr. á Filippseyjum vs. 8.200 kr. á Íslandi (Herramenn).


Tanduay Rhum, 750 ml., 40%. 280 kr. á Filippseyjum vs. Havana Club (3 ára) 700 ml., 40%. 7.300 kr. á Íslandi (Vínbúðin).


Þvottur - laundry, full þjónusta upp að 7 kg, 355 kr. á Filippseyjum vs. 4.290 kr. upp að 5 kg. á Íslandi (Úðafoss).


40 fm. íbúð til leigu 40.000-60.000 kr á mánuði á Filippseyjum vs. 180.000-220.000 á Íslandi.


Ég hef einungis fundið eitt sem er dýrara á Filippseyjum en á Íslandi en það er Íbúfen. 10 stk. seld mest saman. 400 mg., á 285 kr., sem gera 30 stk. á 855 kr.

Á Íslandi eru 30 stk. seld á 695 kr. (Lyfjaver).


Flest finnst mér vera 4-5x ódýrara á Filippseyjum en ég hef verið í fátæka hluta Manila allan tímann. Ég hef einungis farið af og til út á lífið í fínni hverfum en þar er matur og drykkir u.þ.b. helmingi ódýrari en á Íslandi og þykir þá mjög dýrt.


80% fólks á Filippseyjum lifir við einhvers konar fátækt og tækifærin eru oft á tíðum fá, því miður. Þessi 80% eru svo auðvitað misfátæk, sumir hafa það bærilegt á meðan aðrir hafa það hræðilegt. Flestir í þessum 80% lifa bara einn dag í einu, það er keypt ein sígó í einu og kannski tveir lítrar af bensíni á mótorhjólið. Ég fæ oft samviskubit að sjá hvernig fólk þarf að lifa en reyni líka að læra af þeim.

20% hafa það síðan gott og upp í frábært. Sumir eru mjög efnaðir.


Filippseyjar eru svona sirka 15-40 árum á eftir mörgum öðrum löndum og það er nokkuð stór prósenta hér sem hafa ekki hugmynd um það.

Landið hefur auðvitað sína kosti og eiginleika líka sem önnur lönd hafa ekki.


Það er búið að vera mjög þroskandi að vera hér frá áramótum (með stuttu stoppi í Taílandi og í Víetnam), en ég á þrjár vikur eftir í Manila. Í bili, hið minnsta!


KRK




bottom of page